140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:25]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Fyrir nokkrum árum, við getum orðið sagt það, kom þáverandi viðskiptaráðherra í þennan stól og sagði að við mundum bera sáralítinn kostnað af SpKef. Í skjóli þeirrar yfirlýsingar og skjóli þess að ekki væri um mikla áhættu að ræða hóf sparisjóðurinn mikla söfnun innlána. Síðan kom í ljós að eitthvað var gruggugt í þessu öllu saman en innlánin héldu áfram að vaxa. Að lokum var komið gat og nú er verið að reyna að meta það. Metið er að það sé á bilinu 11,2–30 milljarðar. Þetta gat stafar eingöngu af því hvernig ríkisstjórnin fór að málinu. Kostnaðurinn hlóðst upp og við endum í margra milljarða gati, bara vegna einhverra (Forseti hringir.) kjánalegra yfirlýsinga og þess að ekki var staðið rétt að málinu.