140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:33]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Ég bendi á að sú tillaga sem við hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd höfum lagt fram, reyndar kallað til 3. umr., snýr einmitt að þessum þáttum málsins, þ.e. að ekki séu skildar eftir galopnar heimildir fyrir hæstv. fjármálaráðherra. Ég vildi taka þetta fram af því að ég skil mjög vel þau sjónarmið, og hef virkilega samúð með þeim, sem meðal annars hafa komið fram hjá hv. þm. Pétri Blöndal og fleirum um að það fyrirkomulag sem hér birtist, m.a. í SpKef-málinu, er auðvitað óþolandi fyrir þingið, að ganga frá fjárlögum með svona opnar víðtækar heimildir. Því mun ég sitja hjá við afgreiðslu 6. gr.