140. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2011.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

306. mál
[13:06]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sé kannski atvinnuveganefndar að ákveða það en mitt eða annarra nefnda að óska eftir því að fá það til umfjöllunar. Ég ætla ekki að leggja mat á það en ég er hlynnt því að sem flestir kynni sér efni þessa máls. Ég vil að við náum sameiginlega þeirri niðurstöðu að framlengja þetta kerfi núna fyrir jól þannig að það geti verið áfram við lýði frá áramótum eins og það hefur verið og verður til áramóta og við getum áfram tekið á móti verkefnum eins og sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og öðrum verkefnum sem hingað koma og vekja mjög jákvæða athygli á landi og þjóð sem er afar jákvætt og dýrmætt fyrir ferðaþjónustuna. Hvað sem þarf til til að svo megi verða að þingmenn fái sem mestar upplýsingar þá skal ég ekki liggja á liði mínu og ég mun líka skila þó nokkrum skýrslum um árangur af þessu verkefni og þessu kerfi til þingsins með frumvarpinu á næstu dögum.