140. löggjafarþing — 31. fundur,  5. des. 2011.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hafa tvö bréf um frestun á því að skrifleg svör berist frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu:

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 223, um raunvexti á innlánum í bankakerfinu, frá Pétri H. Blöndal. Tafir hafa orðið á öflun gagna en ráðuneytið mun svara fyrirspurninni eins fljótt og auðið er.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 234, um hagtölur og aðildarviðræður við Evrópusambandið, frá Ragnheiði E. Árnadóttur. Tafir hafa orðið á öflun gagna en ráðuneytið mun svara fyrirspurninni eins fljótt og auðið er.