140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fundarstjórn.

[11:39]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Þannig háttar til að ég og hv. þm. Lilja Mósesdóttir áttum enga aðkomu að vinnu við fjárlagafrumvarpið og okkur voru fyrst ljósar þær breytingar sem gerðar voru þegar við fengum atkvæðagreiðsluskjal síðastliðinn þriðjudag. Eftir það boðuðum við breytingartillögur sem við höfum unnið að hörðum höndum. Við fengum fyrst aðstoð hjá riturum fjárlaganefndar í gær og tókst með harðfylgi að ljúka breytingartillögum í gærkvöldi. Skjalið er ekki komið fram. Við teljum brýnt að þær komi fram áður en umræðan hefst og ég fer fram á að umræðu um fjárlagafrumvarpið verði frestað þangað til allar breytingartillögur við 3. umr. hafa komið fram, allar. Þær eru ekki allar komnar fram og það er ekki hægt að hefja faglega umræðu fyrr en menn hafa allt frammi fyrir sér, bæði tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu. (BirgJ: Heyr, heyr.)