140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

forsendur fjárlaga og þingskjöl.

[11:50]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég kem upp til að hvetja forseta til að halda sig við boðaða dagskrá. Pólitískir leikir eru skemmtilegir en ábyrgð stjórnmálamanna er mikil. Ég bendi á að það eru miklar viðsjár í efnahagskerfinu og það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Íslendinga að hafa samþykkt fjárlög fyrir árið 2012.

Varðandi afstöðu Alþýðusambands Íslands hefur hún legið fyrir lengi og það koma engar breyttar áherslur fram frá sambandinu þannig að það kalli á sérstakan fund. Ég höfða til ábyrgðartilfinningar þingmanna. (SER: Heyr, heyr.)