140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

forsendur fjárlaga og þingskjöl.

[12:04]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem aftur upp að gefnu tilefni og vísa aftur í fyrrverandi þingmenn sem ég hitti síðastliðinn föstudag. Forseti Alþingis stýrir þessari stofnun. Forseti Alþingis fer með ábyrgð á þessari stofnun. Forseti þingsins ákveður hvaða mál komast á dagskrá þingsins og forseta þingsins ber að úrskurða í þeim málum sem koma til umræðu undir Störfum þingsins, hvert haldið skuli með þau mál.

Búið er að ræða þennan lið í bráðum klukkutíma í dag, dýrmætur tími er farinn til spillis. Hér fara þingmenn fram á að umræðan um fjárlög fari ekki fram fyrr en öll gögn liggja fyrir.

Virðulegi forseti. Embættisfærsla þín verður að ganga út á það að (Forseti hringir.) úrskurða í málinu til þess að hægt sé að fresta þessum dagskrárlið. Úrskurður verður (Forseti hringir.) að liggja fyrir.