140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:40]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég tæpti hér á í máli mínu áðan eru heiðurslaun listamanna viðkvæmt mál og eldfimt enn þann dag í dag sem áður fyrr. Það er vegna þess að alla tíð hefur verið pólitísk lykt af úthlutunum heiðurslauna listamanna og þær fréttir sem ég hef fengið af fundi allsherjar- og menntamálanefndar eru einfaldlega þær að þau vinnubrögð séu enn við lýði. Ef það er ekki er það vel, en ef það er svo er það einfaldlega skammarlegt. Ég hef heyrt allar þær afsakanir og mótbárur sem menn hafa uppi þegar þeir vilja ekki viðurkenna að úthluta ekki listamannalaunum vegna pólitískrar fortíðar einstaklinga og þær rista ekki sérlega djúpt.