140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:01]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra hvort ég hafi heyrt rétt. Er það þannig að hann hafi skrifað undir bindandi samkomulag við Alþjóðabankann um að styrkja Fjármálaeftirlitið? Ef ég heyrði rétt, af hverju hefur sá samningur þá ekki verið lagður fram fyrir Alþingi?

Í annan stað langar mig til að spyrja hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra út í ágreining við fjármálaráðuneytið, hvort það sé rétt sem ég hef heyrt að það hafi beitt sér fyrir því að hann legði fram tillögur sem fólu í sér endurskipulagningu á Fjármálaeftirlitinu.