140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:03]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svörin. Mig langar að spyrja hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra, í kjölfar svara hans, hvort hann sé þá sammála því að allar markaðar tekjur, eins og markaðar tekjur Vegagerðarinnar, sóknargjöld og nefskattur, renni óskiptar til þeirra stofnana sem þær eiga að renna til, vegna þess að ríkið er að taka hluta af þeim. Er það það sem hann var að segja hér, vegna þess að þetta eru markaðar tekjur Fjármálaeftirlitsins sem fara allar til Fjármálaeftirlitsins?

Hæstv. ráðherra hefur sagt að gríðarlegar hækkanir á launum stjórnarmanna Fjármálaeftirlitsins hafi verið á ábyrgð fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Er hann reiðubúinn að beita sér fyrir því að þau verði lækkuð?