140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:09]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Það er mín eindregna skoðun að það hafi ekki tekist. Þetta frumvarp er illlæsilegt og hv. fjárlaganefndarmenn lýsa því að það sé mjög erfitt að nálgast upplýsingar um forsendur, ýmsar upplýsingar, og það var mjög erfitt.

Að ég hafi fullyrt að þetta væri viljandi gert er ekki rétt, (Gripið fram í.) en maður veltir því fyrir sér hvort það sé búið svo út að almenningur geti ekki skilið það. Það eru leiðir til að gera frumvarpið mun einfaldara þannig að hægt sé að renna frá ráðuneyti til ráðuneytis, frá einstökum liðum innan ráðuneytanna og fá svör við því hvort forsendur frumvarpsins séu réttar.