140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:04]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Nú eru greidd atkvæði um breytingartillögur okkar sjálfstæðismanna sem fela í sér aukin útgjöld upp á 1.170 millj. kr. en jafnframt er dregið úr öðrum útgjöldum sem nemur sömu upphæð. Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um breytta forgangsröðun til að hlífa heilbrigðis- og öldrunarmálum og að skera frekar niður í ekki eins viðkvæmum málaflokkum.

Virðulegi forseti. Nú mun reyna á yfirlýsingar sumra hv. þingmanna sem hafa ítrekað lýst því yfir að þeir vilji hlífa heilbrigðismálum, sérstaklega þegar kemur að niðurskurði.