140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:11]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að draga úr niðurskurðarkröfu hjá SÁÁ. Ég teldi tilhlýðilegt fyrir hið háa Alþingi að samþykkja þessa kröfu þó ekki væri nema til að sýna því starfi sem þar er haft með höndum þann skilning sem það á svo sannarlega skilið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Líka í ljósi þess að þegar skorið er svona niður endar það þannig að úrræðin verða miklu dýrari fyrir bragðið. Og það sem verra er að fólk sem þarf á þeim að halda getur hugsanlega ekki vegna fjárhagsörðugleika fengið þá þjónustu sem það á sannarlega skilið.