140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:14]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það er áherslumunur á tillögum framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í þessari umræðu. Tillögur sjálfstæðismanna eru reyndar vel unnar og margt gott í þeim. Við í Framsóknarflokknum vildum hins vegar taka til baka hluta niðurskurðar umfram 4,7% af niðurskurðinum í fyrra. Með því teljum við að hægt sé að snúa við af þeirri braut sem ríkisstjórnin lagði af stað með fyrir um einu og hálfu ári. Það er verið að skera heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sérstaklega inn að beini. Það er verið að gjörbylta heilbrigðiskerfi landsmanna án umræðu, án úttektar og án allrar heilbrigðrar skynsemi.