140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:29]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Víða leynast matarholurnar. Ég vildi bara vekja athygli hv. þingmanna á því að hér er um að ræða Bankasýslu ríkisins og þegar hún var sett á laggirnar var það gert til að halda hlutum armslengd frá stjórnmálum, þ.e. eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það gleymdist að segja frá því að þetta var bara skálkaskjól, því að þegar hæstv. fjármálaráðherra vill halda utan um eignarhlutina þá gerir hann það, eins og í Byr og SpKef. Ég hvet hv. þingmenn til að lesa markmiðsgreinina í lögunum um Bankasýsluna. Svo hvet ég hv. þingmenn til að hlæja ekki úr sér lungun vegna þess að þetta er alvarlegt mál. Þar segir, virðulegi forseti, að það sé markmið Bankasýslunnar að koma upplýsingum til almennings og sýna gagnsæi í vinnubrögðum þegar kemur að eignarhlut ríkisins. (Forseti hringir.) Í þennan stóra brandara á að setja af skattgreiðslum almennings rúmlega 70 millj. kr. bara (Forseti hringir.) á þessu ári.

(Forseti (ÁRJ): Enn hvetur forseti þingmenn til að virða tímamörk.)