140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:32]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér leggjum við framsóknarmenn til að þeir fjármunir sem áttu að fara í að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra verði færðir í það að fjölga starfsfólki á nefndasviði Alþingis. Staðan þar er grafalvarleg. Við komumst að því við fjárlagavinnuna þar sem einstakir þingmenn höfðu ekki aðgang að riturum, og við teljum að enda þótt meiri hlutinn hafi lagt til hækkanir í þessa veru þurfi einfaldlega að gera betur. Ég segi já við þessum lið.