140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:38]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn leggjum þarna til að settir verði umtalsverðir fjármunir í að efla vegagerð víðs vegar um landið. Annars vegar setjum við 500 milljónir í almennt viðhald, vegir á mörgum stöðum eru hreint og beint að verða ónýtir. Við viljum líka fækka einbreiðum brúm og leggjum því til að 500 milljónir fari í framkvæmdir. Við leggjum auk þess til að 200 milljónir verði settar á lið sem ber heitið Jarðgangagerð og er sérstaklega ætlaður til að koma jarðgangaframkvæmdum eins við Norðfjarðargöng á Austurlandi af stað.