140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:42]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum Íslendingi að Alþýðusamband Íslands og fleiri eru afar óánægð með þau svik sem þessir aðilar vilja meina að ríkisstjórnin hafi haft í frammi. Sagt er að kjarasamningar séu í uppnámi. Við leggjum til að staðið verði við þá samninga sem gerðir voru í maí sl. Þetta eru bætur sem eiga að renna til ellilífeyrisþega og öryrkja og á eftir greiðum við ákvæði um það sem renna á til atvinnulausra. Ég trúi ekki að sú ríkisstjórn sem kennir sig við velferð greiði atkvæði gegn þessari tillögu. Ég trúi því ekki að óreyndu en það er því miður reyndin. Ég vil því biðja hæstv. forsætisráðherra og aðra ráðherra í ríkisstjórninni að hætta að nota orðið velferðarstjórn, það á bara ekki við.