140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:57]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um hvort leggja eigi niður framlag skattgreiðenda til stjórnmálaflokka. Það er nauðsynlegt að fella framlagið niður þar sem ekki ríkir jafnræði milli núverandi stjórnarflokka og nýrra framboða sem munu koma fram í næstu kosningum. Ný framboð fá 3 milljónir, ef þeim tekst að ná inn manni á þing, til að kosta kosningabaráttuna á meðan stærsti flokkurinn á þingi getur tryggt sér allt upp í 130 milljónir frá opinberum aðilum.

Frú forseti. Þetta er óásættanlegt og kemur í veg fyrir að hér verði lýðræðislegar kosningar. Því segi ég já.