140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:58]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Þessi úthlutun fjármuna er birtingarmynd þess meirihlutaræðis sem hefur alltaf ríkt hér á þingi þar sem þeir sem eru stærstir og mestir úthluta sjálfum sér mestum peningum. Þegar kemur að lýðræðinu er það algerlega óásættanlegt. Það skekkir lýðræðið með þeim hætti að vafamál er að tala um að hér fari fram lýðræðislegar kosningar.

Við í Hreyfingunni höfum í tvígang flutt tillögu á þingi um að leiðrétta þetta. Henni hefur ekki verið hleypt í gegn. Við munum flytja hana í þriðja sinn á nýju ári við upphaf þingsins. Við skorum á alla þingmenn að velta þessum málum rækilega fyrir sér áður en þeir taka afstöðu í þriðja sinn til þeirrar tillögu. Þetta mál snýr að því að bæta lýðræðið til muna á Íslandi og gera stöðuna jafna fyrir alla þar sem skattpeningum almennings er varið í jafnræðisskyni en ekki óréttlátt.