140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:07]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er gott að vakin var athygli á þessum lið með þessari breytingartillögu því að samkvæmt fjárlögunum er lagt til að þessi liður hækki um 250 milljónir, þ.e. rammaáætlanir ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun. Sú goðsögn hefur lengi svifið yfir vötnum að Íslendingar fái meira greitt úr þessum sjóði en við leggjum til hans. Ég bendi á að Íslendingar leggja 1.364 milljónir til þessa sjóðs á fjárlögum 2012. Þetta eru háar upphæðir um leið og við stöndum í miklum efnahagsþrengingum og þar að auki er þetta greitt í erlendum gjaldeyri. Eftir áramót ætla ég að fara fram á samanburð á því hvað við fáum raunverulega út úr þessum sjóði því að þessar upphæðir eru fáránlega háar og leggjast beint við ESB-reikninginn.