140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:11]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Þetta er dálítið merkileg atkvæðagreiðsla vegna þess að þessi tillaga er samhljóða tillögu meiri hluta fjárlaganefndar. Hún er felld hér, en svo á að samþykkja hana á eftir. Tilefnið er gosið í Eyjafjallajökli þar sem þurfti að rýma sandana vegna yfirvofandi flóða og tilgangurinn er að koma á samræmdu boðunarkerfi gegnum SMS. Ég undrast það að ríkisstjórnin skuli á sama degi greiða atkvæði á móti og með sömu tillögu. Hvernig má það vera hjá hinni norrænu velferðarstjórn? [Hlátur í þingsal.]