140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:18]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Nú þegar er búið að fella sambærilegar tillögur okkar sjálfstæðismanna í heilbrigðismálum þannig að afstaða okkar hefur komið skýrt fram. Gallinn við þessar breytingartillögur, nr. 48–64, er að ekki er búið að taka tillit til þeirra breytinga sem búið er að gera á frumvarpinu. Ekki er við hv. þingmenn, tillöguflytjendur, að sakast heldur er ástæðan fyrir því sá hraði sem er á málinu gegnum þingið. Því mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðslu þessara breytingartillagna.