140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:19]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Framsóknarmenn munu sitja hjá við þessar breytingartillögur þó að þær séu í sjálfu sér mjög góðar. Ástæðan er einfaldlega sú að við teljum að með þeirri tillögu sem verður borin upp á eftir sem Höskuldur Þórhallsson hefur mælt fyrir göngum við lengra en þær tillögur sem hér hafa komið fram. Við viljum þar af leiðandi leggja áherslu á þær.