140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:26]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Eitt af afrekum þess þings sem nú situr er að hafa samþykkt aðild Íslendinga að Árósasamningunum. Í þeim er frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfisverndar og náttúruverndar gert hærra undir höfði en áður og lögð áhersla á að þau ríki sem undir þennan samning skrifa styrki þessi félagasamtök til dáða, til aðhalds með stjórnvöldum og framkvæmdamönnum til þess að umhverfi og náttúra njóti réttar í eigin þágu og í þágu þess sem hún gerir fyrir fólk og samfélag eins og hægt er.

Það er undarlegt að tillögumenn skuli bera fram þessa tillögu og það er enn þá undarlegra að þessir tillögumenn skuli hafa verið kosnir af lista græns framboðs. Ég segi nei. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)