140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:29]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég hef ákveðið að samþykkja þessa tillögu fyrir mitt leyti vegna þess að við höfum séð stofnanir ríkisins, þar með þessa, tútna út og vaxa gríðarlega hratt, jafnvel á kostnað verkefna sem hafa verið sett á fót til að efla byggð og þess háttar. Ég held að það fari vel á því að samþykkja þessa tillögu um að lækka framlag til Náttúrufræðistofnunar og samþykkja svo líka lið 86 þar sem eru aukin framlög til náttúrustofanna því að þær gegna ekki síður mikilvægu hlutverki.