140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:30]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Með tillögu 85 er ekki verið að veikja Náttúrufræðistofnun heldur er verið að færa með tillögum 85 og 86 frá Náttúrufræðistofnun til náttúrufræðistofa á landsbyggðinni. Þær eru auga og eyra Náttúrufræðistofnunar. Þær sjá og heyra betur í nærumhverfi sínu en Náttúrufræðistofnun í Reykjavík. Þær eru sendiherrar Náttúrufræðistofnunar úti á landi. Ég tel að með þessum tveimur tillögum sé verið að styrkja Náttúrufræðistofnun.