140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:33]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Sú tillaga sem hér er lögð fram er til þess fallin að minnka það högg sem hin hreina vinstri stjórn lætur falla á heilbrigðisstarfsemi í landinu. Það er vitanlega sorglegt að ríkisstjórn sem kennir sig við vinstri skuli ganga hvað harðast gegn velferðarkerfinu þegar svo er í pottinn búið.

Frú forseti. Sú tillaga sem hér liggur frammi er réttilega ekki útfærð og ástæður fyrir því eru þær að ekki vannst tími til að gera slíkt þar sem ekki bárust upplýsingar frá velferðarráðuneytinu sem kallað var eftir. Þetta segir okkur líka hvernig vinnubrögð við viðhöfum við þessa fjárlagagerð.

Frú forseti. Það er hin hreina vinstri stjórn sem er að skera heilbrigðiskerfið nánast ofan í gröfina.