140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:38]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Víða sjást fingraför ESB. Svona í framhjáhlaupi ætla ég að minnast á það í þessari atkvæðaskýringu að komið hefur krafa frá ESB um að ákvæði um ríkisendurskoðun verði sett í stjórnarskrá Íslands sem er fáheyrt því að stjórnarskrá Íslands á að verja þegna ríkisins en ekki ríkisstofnanir.

Hér er verið að leggja til að ríkisendurskoðandi fái 20 millj. kr. aukafjárveitingu vegna framúrkeyrslu á síðasta ári. Það stendur í lögum um Ríkisendurskoðun, með leyfi forseta, að reikningar hans séu í samræmi við heimildir fjárlaga sem hér er þá verið að lagfæra. Það er verið að færa tap ársins 2011 fram til ársins 2012 og rétt er að geta þess líka að ríkisendurskoðandi hefur úthýst verkefnum fyrir um það bil 60 millj. kr. á síðasta ári án útboðs. Við skulum alveg átta okkur á að ríkisendurskoðandi á að vera sjálfstæð ríkisstofnun.