140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:41]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að auka í rekstur fjölmiðlanefndar, einni kratísku nefndinni sem komið var á stofn í fyrra við breytt fjölmiðlalög. Með því frumvarpi var lögð fram kostnaðaráætlun frá fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins þar sem talið var að um lágar upphæðir væri að ræða.

Virðulegi forseti. Ég minni á að það er meðal annars vegna veru okkar í EES sem lögleiða þurfti þessa löggjöf ásamt lagfæringu á fjölmiðlaumhverfinu. Þarna sannast það enn og aftur að eftir því sem fleiri eftirlitsnefndum er komið á fót í þessu samfélagi þá soga þær til sín því meira fjármagn. Hér er um 10 millj. kr. hækkun að ræða á milli ára. Ég segi nei við þessari eyðslu.