140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:42]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það var lítil og sæt nefnd sem kostaði lítið og allt sem að henni sneri gekk mjög vel. Að sjálfsögðu var það eitt fyrsta verkefni norrænu velferðarstjórnarinnar að eyðileggja það. Hér sjáum við afleiðingarnar. Það er að í þessum mikla niðurskurði, þar sem slegist er um hverja einustu krónu í velferðarmálum, ætla menn að bæta í fjölmiðlanefnd. Ég er ekkert að ýkja, það á að bæta í fjölmiðlanefnd.

Ef það fer fram hjá einhverjum þá segi ég nei.