140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:44]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu viðbótarframlagi sem Bandalagi íslenskra skáta er veitt á næsta ári, á afmælisári skátahreyfingarinnar, þegar hún fagnar 100 ára afmæli á Íslandi. Það er engum blöðum um það að fletta að við erfiðar aðstæður í samfélagi okkar, eins og eru í dag, er starf barna og ungmenna mjög mikilvægt félagsstarf. Skátahreyfingin hefur átt ríkan þátt í því á þessum 100 árum að efla og bæta æsku landsins, gera fólk að betra fólki. Hún hefur verið uppeldisstöð fyrir björgunarsveitir landsins sem eru í raun sprottnar úr skátahreyfingunni.

Ég þakka hv. fjárlaganefnd fyrir þessa tillögu, ég styð hana heils hugar.