140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:46]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Lagt er til 25 millj. kr. framlag til vitundarvakningar um ofbeldi gagnvart börnum. Vissulega er þarft að vekja fólk til umhugsunar um ofbeldi gegn börnum en ég held að þær nefndir og ráð sem eru á vegum velferðarráðuneytis og menntamálaráðuneytisins geti nálgast það verkefni með sama hætti og e.t.v. öflugri hætti í stað þess að stofnaður sé sérliður um það verkefni.

Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu.