140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:51]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég tel að það sé mikið ánægjuefni þegar hægt er að veita fjármuni til mikilvægra verkefna, öryggisverkefnis eins og hér um ræðir, m.a. vegna þess, eins og fram kom fram hjá síðasta ræðumanni, að við búum í viðsjárverðu náttúruhamfaralandi. Íbúar eiga mikið undir því að hægt sé að vara þá við með skömmum fyrirvara og ná til stórs hóps hverju sinni. Ferðamenn sem oft eru lítt kunnugir aðstæðum hér eiga líka mikið undir því. Þetta er mikið öryggismál fyrir ferðamenn ekki síður en íbúa á ýmsum viðsjárverðum svæðum á landinu þannig að ég fagna því sérstaklega að geta greitt atkvæði með þessum lið og þessari fjárveitingu.