140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:52]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég geri athugasemd við fundarstjórn forseta því að á sama þingfundi er ekki hægt að greiða tvisvar atkvæði um sömu tillöguna.

(Forseti (ÁRJ): Forseti gaf hv. þingmanni orðið um atkvæðaskýringu.)

Já, þetta er atkvæðaskýring. Ég þori ekki annað en að greiða atkvæði með báðum þeim samkynja tillögum sem komið hafa fram. Sú fyrri var felld á þessum fundi, nú er verið að samþykkja sömu tillögu. Ég ítreka að það er ekki hægt að taka fyrir sömu tillögu tvisvar sinnum á sama þingfundi.