140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:54]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég styð uppbyggingu á sviði fangelsismála. Sú tillaga sem liggur fyrir á sér hins vegar nokkuð sérkennilega forsögu eins og hv. þingmenn þekkja og það er margt sem hægt er að hafa við ákvarðanatöku á því sviði að athuga.

Ég vek líka athygli á því að þrátt fyrir að verið sé að taka ákvörðun um fjárveitingu sem m.a. á að nota til að hefja hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði liggur ekkert fyrir um hvernig sú framkvæmd, sem verður miklu kostnaðarsamari en áætlað er nú, verður. Ég held að nauðsynlegt sé að standa vel að uppbyggingu á sviði fangelsismála en það þarf einhvern veginn að endurskoða hvernig ákvarðanir eru teknar á því sviði. Ég tek það fram að ég tel ekki að hér sé ekki sérstaklega við hæstv. innanríkisráðherra að sakast heldur (Forseti hringir.) ríkisstjórnina í heild.