140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:59]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég segi í tilefni af þessu: Loksins, loksins. Loksins áttaði ríkisstjórnin sig á því að hér ríkir ófremdarástand í fangelsismálum. Þetta er ekki nema skref A. Það vantar mikið fjármagn í fangelsin til að hægt sé að hlúa sómasamlega að föngum og starfsfólki fangelsanna. Þessi mál hafa verið í miklum ólestri. Síðan ég tók sæti á Alþingi hef ég barist fyrir málefnum fangelsanna við lítinn fögnuð ríkisstjórnarflokkanna en nú hefur ríkisstjórnin sagt A í þessum málum og hér verður ekki snúið til baka, hafi ég eitthvað um það að segja. Ég segi já við þessari tillögu.