140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:09]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Ég vek athygli á því að hér eru tvær tillögur sem lúta að heilbrigðismálum. Önnur snýr að stofnun sem gegnir lykilhlutverki í sínum landshluta og heildarfjárveitingin til hennar eru 4.744 millj. kr. Eftir mikið japl, jaml og fuður og vinsamleg tilmæli frá Alþingi til fjárlaganefndar fyrir 3. umr. er gerð tillaga um 5 millj. kr. hækkun á þessari stofnun. Hvern er verið að blekkja með slíkum tillögum?