140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:17]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni enn ein gjaldtakan sem hæstv. ríkisstjórn beitir sér fyrir. Á bak við þessa tillögu er frumvarp sem nú liggur fyrir í atvinnuveganefnd þar sem gert er ráð fyrir því að tvöfalda svokallað raforkugjald. Þetta er gert til að bregðast við tilteknum óskum sem hafa komið um það. Þetta er hins vegar mjög dæmigerð landsbyggðarstefna ríkisstjórnarinnar. Þetta er atvinnuátak á höfuðborgarsvæðinu. Til hamingju með það, ríkisstjórn Íslands.