140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:19]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Þetta er, held ég, í þriðja sinn sem þessi tillaga er borin upp til atkvæða hér í salnum. Ég vil af því tilefni ítreka að frumvarpið sem hér hefur verið vísað til um gjaldtökuna er ekki enn komið fram á þingi. Frumvarpið er ekki komið frá hæstv. ráðherra og ekki búið að mæla fyrir því í þinginu. Samt sem áður ætla menn að ákvarða fjárútlát til Fjármálaeftirlitsins upp á 1.950 millj. kr. sem flestum þykir of há fjárhæð. Á það hefur verið bent að það sé rétt að ákvarða umfangið í lögum og síðan flytja frumvarp og gera að lögum varðandi gjaldtökuna. Ég segi nei við þessari tillögu.