140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:25]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Öll ný verkefni Fjármálaeftirlitsins hafa skýrst af ákvörðunum Alþingi sjálfs, svo sem aukið eftirlit með skilanefndum og skilastjórnum. 17 einstaklingar á vegum eftirlitsins vinna nú að rannsóknum á hruninu og á áttunda tug mála hafa verið send til embættis sérstaks saksóknara. Enginn lesandi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, enginn þingmaður sem tók þátt í ákvörðun þingsins 63:0 þarf að velkjast í vafa um mikilvægi þess að hér sé öflugt fjármálaeftirlit. Það er óheppilegt að kostnaður vegna eftirlitsins hefur vaxið mikið undanfarin ár en hann mun ná hámarki á næsta ári og það ber að ítreka, af því að það virðist ekki skiljast, að kostnaður við fjármálaeftirlit er greiddur af eftirlitsskyldum aðilum, þ.e. bankakerfinu sjálfu.