140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:38]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Á síðasta þingi var samþykkt samhljóða í menntamálanefnd að bæta ekki á lista heiðurslauna fyrr en að undangenginni umræðu, stefnumótun og ákvörðun um verklag og verkferla. Í ár er tekin ákvörðun af meiri hluta allsherjarnefndar að fara öðruvísi að. Tvær tillögur bárust, önnur var rædd og ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu.