140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:38]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í nokkur ár hefur ekki verið bætt á lista Alþingis yfir heiðurslaun listamanna en á undanförnum missirum hafa tveir fallið frá og ekki verið fyllt í þeirra skörð. Nú var flutt tillaga um það af meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar að bæta listamanninum Sigurði A. Magnússyni á lista yfir heiðurslaun Alþingis. Þá tillögu flyt ég hér með mikilli ánægju.

Um árabil hefur verið lagt til að þessi merki listamaður bætist í fríða flokkinn en ekki náðst um það samstaða. Nú hefur það verið lagt til og náðist um það meiri hluti í nefndinni þó að þrír fulltrúar sætu hjá.

Um leið boðum við endurskoðun laganna á næsta þingi og óska ég Alþingi og Sigurði A. Magnússyni til hamingju með að þessi merki listamaður fái loksins þann verðskuldaða virðingarvott sem í þessu felst. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)