140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:41]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég tel og veit að aðrir eru þeirrar skoðunar að það þurfi að endurskoða tilhögun í heiðurslaunum listamanna og fluttu um það tillögu fyrir nokkrum árum. Það er sjálfsagt að menn taki saman um það. Hins vegar er sorglegt að menn skuli ekki ná samstöðu um að afgreiða þetta hér með þeim hætti sem til hefur verið lagður, en um leið er fagnaðarefni að Sigurður A. Magnússon, nú á níræðisaldri, skuli fá þessa viðurkenningu og þessi laun sem hann á svo sannarlega skilið. Ég er hreykinn af því að geta greitt því atkvæði. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)