140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:46]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð félaga minna í fjárlaganefnd. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir auknu eftirliti og auknu aðhaldi af hálfu fjárlaganefndar sem er klárlega hlutverk hennar þegar kemur að framkvæmdarvaldinu. Það gengur eftir með þessari tillögu sem að upplagi kemur frá minni hlutanum en menn sameinuðust um. Það er vel.

Starf fjárlaganefndar hefur verið afskaplega málefnalegt og oft og tíðum minna tekist á en ætla mætti. Ég vil nota þetta tækifæri, frú forseti, til að þakka hv. fjárlaganefnd fyrir gott starf það sem af er þessu langa og erfiða ári.