140. löggjafarþing — 34. fundur,  8. des. 2011.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

371. mál
[15:29]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er í sjálfu sér fjölmörg rök fyrir því að styðja við atvinnustarfsemi á landsbyggðinni með fjölþættum hætti vegna flutningskostnaðar og það er í sjálfu sér alveg sama hvaða flutningskostnaður það er. Við horfum hér og nú á hráefniskostnað og kostnað af fullunninni vöru. Það er hægt að bæta við eins og hv. þingmaður rakti ýmsum samgöngukostnaði. Hægt er að bæta við, sem mér finnst nú kannski augljósast, kostnaði við þjónustu, kostnaði smásöluaðila af flutningi vöru o.s.frv. Ég tel eðlilegt að nefndin fari yfir málið, kanni og horfi á það. Við leggjum það upp þannig að þarna sé einungis undir framleiðslukostnaðurinn einn, aðföngin og fraktkostnaður vegna fullunninnar vöru, en það er þingsins að meta hvort það vill bæta þar í.