140. löggjafarþing — 34. fundur,  8. des. 2011.

varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

374. mál
[20:06]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við séum að mætast að vanda, ég og hv. þingmaður. Hér er um að ræða þennan matshluta sem er mjög óverulegur hluti af þeim stofni sem um ræðir og stendur straum af mjög óverulegum kostnaðarhluta varðandi ofanflóð. Fyrst og fremst er um að ræða fjármögnun framkvæmdanna eins og ég fór rækilega yfir áðan.

Mig langar að geta þess áður en umræðunni lýkur að það eru gríðarlega margir aðilar, innlendir og erlendir, sem standa straum af þeim kostnaði og þeirri fyrirhuguðu kortlagningu. Það eru bæði opinberir aðilar og aðrir, innlendir og erlendir, sem hafa hag af því að þetta sé gert og frumkvæðið kemur ekki síst frá þeim sem hafa hag af því að við byggjum ákvarðanir að því er varðar breytingar á flugi, millilandaflugi á bestu mögulegu þekkingu á hverjum tíma. En ég tel málinu til framdráttar á öllum stigum að hv. þingmenn séu jafn vel vakandi á sinni vakt og hv. þingmaður.