140. löggjafarþing — 34. fundur,  8. des. 2011.

fundarstjórn.

[20:41]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er liðið nokkuð á kvöld og þá fer einbeitingin stundum svolítið úr lagi. Tók ég rétt eftir að forseti segði að málið sem við ræddum síðast gengi til 2. umr. en tók ekki til þá nefnd sem skoðar það milli 1. og 2. umr.? Hafi ég tekið rétt eftir hljóta það að vera mistök því að hér er um þingmannafrumvarp að ræða. Sex þingmenn flytja málið og eðlilegt að það fari til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.