140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

niðurstöður loftslagsráðstefnu í Durban.

[13:55]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ef ég má, eins og í gamla daga var stundum sagt, skemmta um hina óskemmtilegustu hluti, vil ég óska hæstv. umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur til hamingju með að vera gengin í umhverfisbandalagið í Evrópusambandinu. Við höfum þó náð þeim árangri í nálgun okkar að vera í samstarfi þeirra sem gera mestar kröfur, vegna þess að Evrópusambandið er í þeim flokki ásamt okkur og Norðmönnum og nokkrum í viðbót sem gera mestar kröfur og haga sér með ábyrgustum hætti í þessu efni. Þá er nokkuð mikið sagt því að ekki er hægt að halda því fram að við Íslendingar gerum það af sjálfsdáðum. Við erum hins vegar svo heppin að búa við þær aðstæður í landi þar sem við getum notið auðlinda án þess að ganga verulega á sameign mannkyns, hreint loft. Það vekur auðvitað athygli að við höfum ekki enn farið yfir loftslagsáætlun okkar, hæstv. umhverfisráðherra eða aðrir hafa ekki (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Hv. þingmaður hafði eina mínútu.)

Já, ég bið forseta afsökunar.

(Forseti (ÁRJ): Klukkan lætur ekki að stjórn.)

En ég lýk þessu og þakka fyrir þá ábendingu að við skulum endurskoða áætlunina upp úr áramótum og býst við miklu í því efni, en ég vildi spyrja sérstaklega um endurheimt votlendis sem ég óska umhverfisráðherra líka til hamingju með að hafa fengið ítrekaða (Forseti hringir.) í Durban.