140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

niðurstöður loftslagsráðstefnu í Durban.

[13:57]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég ætla að nefna nokkur atriði sem snúa að þeirri aðgerðaáætlun sem við höfum sammælst um um samdrátt í losun og nefna nokkur atriði sem er alveg klárt að mun þurfa að endurskoða. Í fyrsta lagi höfum við bundið miklar væntingar við innleiðingu lífdísils í fiskiskipaflotanum. Þar var greinilega um óhóflega bjartsýni að ræða og við þurfum að skoða það og uppreikna. Í öðru lagi er það samstarf okkar við títtnefnt, og afar kært þingmanninum, Evrópusambandið að ræða, þau samskipti eru enn þá í mótun. Forsendurnar gætu tekið breytingum. Endurheimt votlendis var stór hluti af þeim áætlunum sem við áttum í í samstarfi við Evrópusambandið en ekki hefur verið úr því skorið hvort það fellur undir þá áætlun, þ.e. (Forseti hringir.) þau 20% sem þar eru undir. Fiskimjölið fer undir almennu heimildirnar í aðgerðaáætluninni en ekki eins og áætlað var. Virðulegur forseti, þessi klukka segir mér að ég eigi 15 sekúndur eftir þannig að ég verð að nýta þær hér bara maður á mann.

(Forseti (ÁRJ): Forseti biðst velvirðingar á því að klukkan í ræðustóli er ódæl.)